Fundur fólksins – Ráðstefna Almannaheilla verður í Hörpu fimmtudaginn 13. nóvember á milli klukkan 14:00 – 18:00 næstkomandi.
Stjórn Almannaheilla ákvað í fyrra að færa ráðstefnuna inn í Hörpu með það fyrir augum að hún hafi rými til að vaxa og þroskast á glæsilegum vettvangi næstu árin.
Harpa tók vel utan um fundargesti í fyrra en í ár eru gerðar nokkrar breytingar sem vonandi verða til góðs:
Þá má nefna að stjórn Almannaheilla bindur vonir við að engar þingkosningar steli þrumunni að þessu sinni líkt og gerðist í fyrra, þegar kosningar voru settar á dagskrá daginn eftir ráðstefnuna með skömmum fyrirvara.