Skip to main content
AðgengiUmsögn

Áform um breytingu á lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

By 26. janúar 2024No Comments

ÖBÍ réttindasamtök árétta mikilvægi þess að gert sé ráð fyrir fötluðu fólki í almannavarnaáætlunum. Þess sé gætt að hugsað sé fyrir því að fatlað fólk býr í öllum samfélögum í áætlunum um forvarnir, rýmingu og skjól.

Það verður að vera vitund um að fólk býr við mismunandi aðstæður og sökum sjúkdóma getur verið erfitt að nálgast það og aðstoða, ekki síst í neyðaraðstæðum.

Það þarf að komast í aðgengilegt og öruggt húsnæði, og fá nauðsynlega aðstoð, lyf og hjálpartæki.

Upplýsingar þurfa að vera nægilegar og aðgengilegar á öllum stigum málsins, líka fyrir fólk á erfitt með að sjá eða lesa, heyra eða skilja.

ÖBÍ eru reiðubúin til að veita ráðgjöf við fyrirhugaðri vinnu við frumvarp til breytingu á lögum og minna á að stjórnvöldum er skylt að hafa virkt samráð við heildarsamtök fatlaðs fólks um ákvarðanir sem varða hagsmuni þess, samkvæmt ákvæðum SSRF, enda segir í 3. mgr. 4. gr., „aðildarríkin skulu, þegar þau undirbúa og beita löggjöf sinni og stefnu samningi þessum til framkvæmda og vinna að ákvarðanatöku um málefni fatlaðs fólks, hafa náið samráð og tryggja virka þátttöku fatlaðs fólks, þ.m.t. fötluð börn, með milligöngu samtaka sem koma fram fyrir þess hönd“.

Ekkert um okkur án okkar!

Með vinsemd og virðingu,

Alma Ýr Ingólfsdóttir
formaður ÖBÍ

Stefán Vilbergsson
verkefnastjóri ÖBÍ

Guðjón Sigurðsson
verkefnastjóri ÖBÍ


Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum
Mál nr. S-6/2024. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið.
Umsögn ÖBÍ, 26. janúar 2024