Skip to main content
AlmannatryggingarUmsögn

361. mál. Félagsleg aðstoð og almannatryggingar (framfærsluuppbót og eingreiðsla)

By 15. mars 2021september 1st, 2022No Comments
Alþingi                                                                                 
Nefndasvið
Austurstræti 8-12

150 Reykjavík

Reykjavík, 3. desember 2020

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um frumvarp til laga um breytingar á lögum um félagslega aðstoð og lögum um almannatryggingar (framfærsluuppbót og eingreiðsla. Þingskjal 453 – 361. mál.

ÖBÍ fagnar frumvarpinu og leggur áherslu á að það verði samþykkt eins snuðrulaust, og hratt og auðið er til að tryggja að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá fyrirhugaða 50.000 kr. eingreiðslu fyrir jól þannig að hún nýtist þeim til að halda jól.

Eins og fram kemur í frétt á heimasíðu TR verður eingreiðslan greidd þegar lög um hana hafa verið birt í Stjórnartíðindum. Því er mikilvægt að þetta mál tefjist ekki með neinum hætti í meðförum velferðarnefndar og þingsins svo hægt sé að birta sé að birta lögin eins fljótt og auðið er.

Eins og fram kemur í greinargerð frumvarpsins krefst hluti lagabreytinganna sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu einnig breytinga á reglugerðum. Þessar breytingar þarf að gera hið fyrsta til að fyrirhugaðar breytingar í 1.gr. frumvarpsins skili sér til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega í byrjun næsta árs.

Vakin er athygli á því að breytingarnar sem felast í frumvarpinu geta ekki talist til covid-aðgerða. Eins og fram kemur í greinargerðinni var á fjárlögum ársins 2019 ákveðið að veita 4 milljarða kr. framlagi vegna fyrir hugaðra kerfisbreytinga. Með lögum nr. 97/2019 var 2,9 milljörðum ráðstafað og því 1,1 milljarði kr. af fjárveitingunni óráðstafað. Þessu fjármagni er ráðstafað annars vegar í 50 þúsund kr. skattfrjálsa eingreiðslu til einstaklinga sem eiga rétt á greiðslur örorku- og endurhæfingarlífeyris á árinu 2020 (2 .gr. frumvarpsins)  og hins vegar í breytingar í því skyni að draga úr áhrifum tekjutryggingar við útreikning sérstakrar framfærsluuppbótar (1.gr. frumvarpsins) á árinu 2021.

Ekkert um okkur án okkar.

Virðingarfyllst,

Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður ÖBÍ.