Skip to main content
AlmannatryggingarUmsögn

84. mál. Almannatryggingar (afnám skerðingar lífeyris vegna miskabóta)

By 15. mars 2021september 1st, 2022No Comments
Alþingi                                                                                 
Nefndasvið
Austurstræti 8-12

150 Reykjavík

Reykjavík, 16. desember 2020

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar nr. 100/2007 (afnám skerðingar lífeyris vegna miskabóta). Þingskjal 85 – 84. mál.

ÖBÍ leggur áherslu á að miskabætur ættu í engum tilvikum að skerða lífeyrisgreiðslur almannatrygginga, það mikið réttlætismál. Samkvæmt lögum um tekjuskatt eru miskabætur óskattskyldar og skerða þar af leiðandi ekki lífeyri almannatrygginga. Því er ekki alveg ljóst og kemur ekki fram í greinargerðinni hvert er tilefni þess að frumvarpið er lagt fram.

Velferðarnefnd Alþingis er hvött til að kanna vel grundvöll fyrirhugaðra breytinga og í hvaða tilvikum miskabætur skerða lífeyri almannatrygginga. ÖBÍ hvetur um leið nefndina til að tryggja að komið verði í veg fyrir slíkt, án þess þó að lagabreyting valdi flækjustigi.  Hið sama þarf að eiga við um dráttarvexti bæði á skaða- og miskabætur sem og leiðréttingar réttinda (sbr. dóm Hæstaréttar nr. 472/2013), að þær skerði ekki lífeyrisgreiðslur almannatrygginga.

Bandalagið styður að allri lagalegri óvissu sé eytt þannig að miskabætur skerði ekki greiðslur almannatrygginga sama hvernig þær eru ákvarðaðar.

Ekkert um okkur án okkar.

Virðingarfyllst, 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir,
formaður ÖBÍ.