Skip to main content
Málefni barnaSjúkratryggingarUmsögn

346. mál. Samræmd niðurgreiðsla hjálpartækja fyrir heyrnar- og sjónskert börn

By 8. apríl 2021september 1st, 2022No Comments
Velferðarnefnd Alþingis
Austurstræti 8-12 

150 Reykjavík 

Reykjavík, 8. apríl 2021 

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um tillögu til þingsályktunar um samræmda niðurgreiðslu hjálpartækja fyrir heyrnar- og sjónskert börn, þingskjal 429-346.mál.  

ÖBÍ fagnar tillögunni og styður það eindregið að hún verði samþykkt.  

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna segir í 1. mgr. 23.gr., “aðildarríkin viðurkenna að andlega eða likamlega fatlað barn skuli njóta fulls og sómasamlegs lífs, við aðstæður sem tryggja virðingu þessu og stuðla að sjálfsbjörg þess og virkri þátttöku í samfélaginu”.  

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks kveður á um að “fötluð börn fái notið fullra mannréttinda og grundvallarfrelsis til jafns við önnur börn” (7. gr.) og að aðildarríkin skuli “…greiða fyrir aðgangi fatlaðs fólks að hjálpartækjum í háum gæðaflokki og annarri persónulegri þjónustu, meðal annars með því að hafa þau tiltæk á viðráðanlegu verði” (20. gr.). 

ÖBÍ leggur til að börn sem eru með sjónskerðingu, sama á hvaða stigi hún er fái sjóngler að fullu niðurgreidd enda um mikilvægt hjálpartæki um að ræða. Efnahagur foreldra á ekki að koma í veg fyrir að barn fái læknismeðferð eða nauðsynleg hjálpartæki sem það þarf á að halda til að taka fullan þátt í samfélaginu. 

Ekkert um okkur án okkar! 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ 
Þórdís Viborg, verkefnastjóri hjá ÖBÍ 
Stefán Vilbergsson, verkefnastjóri hjá ÖBÍ