Skip to main content
Málefni barnaUmsögn

475. mál. Vistun barna á vegum stjórnvalda á einkaheimilum

By 22. mars 2021september 1st, 2022No Comments
Velferðarnefnd
Austurstræti 8-10

150 Reykjavík

Reykjavík, 22. mars 2021

Efni: Umsögn Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) um tillögu til þingsályktunar um vistun barna á vegum stjórnvalda á einkaheimilum, þingskjal 799-475. mál.

Mikilvægt skref í mannréttindamálum á Íslandi var stigið þann 28. mars 2007 þegar lög um skipan nefndar til að kanna starfsemi vist- og meðferðarheimila fyrir börn tóku gildi. Í kjölfarið á könnunum nefndarinnar voru sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum. Öllum umsóknum um sanngirnisbætur sem ekki féllu undir gildissvið laga nr. 26/2007 var hafnað. ÖBÍ er sammála flutningsmönnum tillögunar um að full þörf sé á að kanna og rannsaka þau vistheimili eða einkaheimili þar sem börn voru vistuð á vegum opinberra aðila með sambærilegum hætti og önnur vistheimili sem nú þegar hafa verið rannsökuð.

Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, 16. gr, tölulið 5 segir, „aðildarríkin skulu taka upp skilvirka löggjöf og stefnu, þar með talið löggjöf og stefnu þar sem tillit er tekið til sérstakra þarfa kvenna og barna til þess að unnt sé að staðreyna og rannsaka misnotkun í gróðaskyni, ofbeldi og misþyrmingar, sem beinast gegn fötluðu fólki, og ákæra vegna slíkrar háttsemi ef það á við.

Slík rannsókn myndi einnig falla undir heimsmarkmið 16 um frið og réttlæti.

ÖBÍ styður þingsályktunartillöguna heilshugar og vonast til þess að rannsókn fari fram sem fyrst.

Ekkert um okkar, án okkar!    

Þórdís Viborg, verkefnastjóri hjá ÖBÍ
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ

 


Nánari upplýsingar um málið og feril þess