



Þessar tölur eru úr skýrslu Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, Staða fatlaðs fólks á Íslandi, og byggja á svörum lífeyristaka á Íslandi.
Skýrslan sýnir með afar skýrum hætti erfiða stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Mikill fjöldi býr við óviðunandi kjör og getur hæglega fest sig í fátæktargildrunni.
Oft þarf nefnilega ekki mikið til að þú fallir í gildruna. Hvað ef bíllinn bilar og þú þarft að láta gera við hann en átt ekki fyrir því? Þá reddarðu þér með yfirdrættinum en hvernig ætlarðu svo að borga hann, þegar afgangurinn um mánaðamótin er nú þegar ekki neinn? Til óhamingju, þú hefur náð að festa þig í fátæktargildrunni!
En þetta þarf ekki að vera svona …
”
ÖBÍ réttindasamtök vilja samfélag þar sem engin festast í fátæktargildru.
• Tryggjum öryggi í húsnæðismálum og tökum á sífellt hærra húsnæðis- og leiguverði
• Veitum öllum aðgengi að gjaldfrjálsri grunnþjónustu
• Hækkum bæði lífeyri og lægstu laun svo öll geti lifað með reisn