Skip to main content
Frétt

14 nemendur útskrifast hjá Hringsjá

By 16. desember 2016No Comments

Þann 15. desember fór fram útskrift hjá Hringsjá, náms- og starfsendurhæfingu. Alls útskrifuðust 14 nemendur eftir þriggja anna nám.

Athöfnin hófst með því að söngkonan Jóhanna Guðrún flutti tvö lög. Þá ávarpaði forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, gesti á útskriftinni. Hann talaði beint til útskriftarhópsins og óskaði nemendum til hamingju með árangurinn á áfangann.

Helga Eysteinsdóttir, forstöðumaður Hringsjár, fór yfir starfið á önninni og fulltrúar nemenda fluttu ávörp. Þá voru nemendum afhent einkunnaspjöld og útskriftarnemendum afhent gjöf.

Hringsjá er náms- og starfsendurhæfing fyrir fólk sem vill komast aftur út á vinnumarkaðinn eftir hlé vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla.