Skip to main content
Frétt

17.000 undirskriftir afhentar innanríkisráðherra

By 11. nóvember 2015No Comments
Ellen Calmon, formaður ÖBÍ afhenti Ólöfu Nordal, innanríkisráðherra, um 17.000 undirskriftir í dag 11. nóvember. Þar sem skorað er á stjórnvöld að fullgilda samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á haustþingi 2015. 

Þingmenn fengu ósk frá fötluðu fólki

Jafnframt var hverjum og einum þingmanni afhent ósk fatlaðs fólks á táknrænu formi, origamifugl í krukku ásamt einni ósk. Þingmenn voru beðnir um að staðsetja hana á borði sínu í þingsal þannig að óskir fatlaðs fólks væru sýnilegar á Alþingi og að á þær yrði hlustað.Óskirnar eru eftirtaldar:

  • Ég óska þess að njóta sama réttar og ófatlað fólk
  • Ég óska þess að njóta virðingar í samfélaginu
  • Ég óska þess að fá að lifa sjálfstæðu lífi
  • Ég óska þess að fá að taka fullan og virkan þátt í samfélaginu
  • Ég óska þess að komast inn í allar byggingar
  • Ég óska þess að allar upplýsingar séu aðgengilegarOrigamifugl í krukku með ósk, gjöf til þingmanna
  • Ég óska þess að fá að skoða landið mitt
  • Ég óska þess að fá túlkun þegar ég þarf
  • Ég óska þess að fá þau hjálpartæki sem ég þarf
  • Ég óska þess að fá vinnu
  • Ég óska þess að fá aðstoð í skólanum
  • Ég óska þess að komast í skóla
  • Ég óska þess að fá aðstoð þegar ég þarf og á þann hátt sem ég vil
  • Ég óska þess að fá að ráða lífi mínu sjálf
  • Ég óska þess að fá að erfa eignir eins og aðrir
  • Ég óska þess að hafa aðgang að fjárhagslegri fyrirgreiðslu eins og aðrir
  • Ég óska þess að hafa aðgang að réttarkerfinu eins og aðrir
  • Ég óska þess að njóta frelsis
  • Ég óska þess að sæta ekki lítillækkandi meðferðar
  • Ég óska þess að vera ekki beitt ofbeldi
  • Ég óska þess að fá að velja mér búsetu
  • Ég óska þess að fara allra minna ferða með þeim hætti sem ég kýs
  • Ég óska þess að fá að velja mér þau hjálpartæki sem ég þarf
  • Ég óska þess að fá að segja það sem ég hugsa og mér finnst
  • Ég óska þess að einkalíf mitt sé ekki truflað að óþörfu
  • Ég óska þess að fá að eignast fjölskyldu
  • Ég óska þess að fá að eignast barn
  • Ég óska þess að fá að ættleiða barn
  • Ég óska þess að fá að gifta mig
  • Ég óska þess að fá námsefni mitt á aðgengilegu formi
  • Ég óska þess að hafa aðgengi að heilsugæslu til jafns við aðra
  • Ég óska þess að allt sjónvarpsefni væri túlkað
  • Ég óska þess að fá að njóta viðunandi lífskjara
  • Ég óska þess að geta tekið þátt í stjórnmálum
  • Ég óska þess að fá að kjósa til Alþingis og sveitarstjórnar
  • Ég óska þess að fá að taka þátt í menningarlífi
  • Ég óska þess að fá að taka þátt í íþróttastarfi
  • Ég óska þess að fá sömu tækifæri og aðrir
  • Ég óska þess að fá að vera virk eins og hinir krakkarnir
  • Ég óska þess að fá betri upplýsingar um hjálpartæki
  • Ég óska þess að ég hefði efni á sjúkraþjálfun
  • Ég óska þess að ég hefði efni á að fara til tannlæknis
  • Ég óska þess að ég hefði efni á að fara með barnið mitt í iðjuþjálfun
  • Ég óska þess að ég fengi þá aðstoð sem hentar mér
  • Ég óska þess að mismunun á vinnumarkaði verði útrýmt
  • Ég óska þess að gæti farið í sama skóla og krakkarnir í hverfinu mínu
  • Ég óska þess að ég fengi þann stuðning sem ég þarf í skólanum
  • Ég óska þess að fá túlkun í útskriftarveislunni minni
  • Ég óska þess að pabbi og mamma fái túlkun við útskriftina mína
  • Ég óska þess að ég komist í háskóla þó að ég sé með skerðingu
  • Ég óska þess að ég hefði efni á að fara til læknis
  • Ég óska þess að ég væri metin til jafns við aðra á vinnumarkaði
  • Ég óska þess að boðið væri upp á sjónlýsingu í leikhúsi
  • Ég óska þess að aðgengi væri fyrir hreyfihamlað fólk í listaháskólanum
  • Ég óska þess að betri þekking væri í samfélaginu á málefnum fatlaðs fólks
  • Ég óska þess að mark sé tekið á mér þegar ég tala um misnotkun
  • Ég óska þess að geta flutt án þess að missa þá aðstoð sem ég hef
  • Ég óska þess að geta ferðast með almenningssamgöngum
  • Ég óska þess að geta ferðast með almenningssamgöngum á milli landshluta
  • Ég óska þess að hafa aðgengi að opinberum byggingum alls staðar
  • Ég óska þess að eiga kost á hlutastarfi
  • Ég óska þess að geta valið með hverjum ég bý
  • Ég óska þess að komast út af heimili mínu þegar ég vil
  • Ég óska þess að komast í sturtu þegar ég þarf
  • Ég óska þess að fá aðstoð við að elda og borða þegar ég vil
  • Ég óska þess að fóstri, sem er eins og ég, sé ekki eytt í móðurkviði
  • Ég óska þess að viðhorf í samfélaginu gagnvart fötluðu fólki batni
  • Ég óska þess að fá greiningu við hæfi
  • Ég óska þess að hafa aðgengi að niðurgreiddri sálfræðiþjónustu
  • Ég óska þess að hafa efni á greiða tómstundir fyrir barnið mitt allar byggingar séu byggðar samkvæmt algildri hönnun

Fuglinn var unnin af Nilsínu Larsen Einarsdóttur sem er varamaður í stjórn ÖBÍ.

Aðildarríki að samningnum nú 159

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra í lífinu og gera því þannig kleift að vera virkir þátttakendur í samfélaginu. Aðildarríki að samningnum eru nú 159 en til að get orðið aðili* að samningum þarf að fullgilda hann. Ísland er annað tveggja Norðurlanda sem ekki hafa fullgilt hann, hitt er Finnland sem er að ljúka vinnu við fullgildingu um þessar mundir.

* Til þess að verða aðili að samningnum þarf að fullgilda samninginn, „ratify“ sem er í raun ekki mikið annað en að fá samþykkt Alþingis fyrir því að Ísland verði aðilar að honum og senda svo fullgildingarplaggið til SÞ. Nánari upplýsingar um hvernig fullgilding samniningsins fer fram.