Skip to main content
Frétt

41 myndband í tilefni af 55 ára afmæli ÖBÍ

By 16. ágúst 2016júní 8th, 2023No Comments

Stjórn ÖBÍ ákvað að gefa aðildarfélögunum myndband að gjöf en verkefnið er tillkomið vegna 55 ára afmælis ÖBÍ á árinu og er liður í að kynna almenningi hvað ÖBÍ og aðildarfélögin standa fyrir. Verkefninu er ekki síður ætlað að vera sögulega skráning á starfseminni í tilefna þessara tímamóta.

Þá er ætlunin að vekja athygli almennings á margbreytileika þeirra félagasamtaka sem eru undir hatti ÖBÍ en þau eiga öll það sameiginlegt að vinna með einum eða öðrum hætti að betra samfélagi fyrir alla.

Leitað var tilboða hjá framleiðslufyrirtækjum og varð Tjarnargatan fyrir valinu. Tjarnargatan hefur áður unnið verkefni fyrir ÖBÍ sem skilaði jákvæðri umfjöllun og vakti fólk til umhugsunar. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir mun hafa umsjón með verkefninu af hálfu ÖBÍ.