Skip to main content
Frétt

Að velja úrskurð við hæfi

By 20. apríl 2020No Comments
Nú um helgina birtist frétt af því að Tryggingastofnun fylgdist með staðsetningu öryrkja í gegnum IP tölur, er þeir skrá sig inn á sínar síður stofnunarinnar. Í kjölfarið á þeirri frétt skoðaði Öryrkjabandalagið röksemdafærslu stofnunarinnar fyrir söfnun þessara persónu upplýsinga. Sú skoðun leiddi til þess að í dag var sent bréf til Persónuverndar til að vekja athygli þeirrar stofnunar á málinu.

Bréfið er hér í heild sinni.

 

„Nú um helgina birtist frétt af því að Tryggingastofnun fylgdist með staðsetningu öryrkja í gegnum IP tölur, er þeir skrá sig inn á sínar síður stofnunarinnar.

Í svari TR við fyrirspurn fjölmiðilsins kemur fram að stofnunin telur sig í fullum rétti til að safna IP tölum notanda sinna, og vísar í úrskurð Persónuverndar frá 16. Desember 2009 í máli nr 2009/635 um heimild sína til þess. Sambærilegur úrskurður Persónuverndar er einnig frá 14. Desember 2015 í máli nr. 2015/612.

Nú hefur Persónuvernd kveðið upp nýjan úrskurð um sama álitaefni þar sem stofnunin kemst að annari niðurstöðu, en í úrskurði frá 28. Nóvember 2019 í máli nr. 2018/1718, segir að það mat Persónuverndar að þau sjónarmið, sem komu fram í fyrrnefndum úrskurði stofnunarinnar, dags. 16. janúar 2016, í máli nr. 2015/612 og lúta að því að skoðun IP-tölu sé sambærileg skoðun póststimpils, eigi ekki lengur við.

Þrátt fyrir nýrri og andstæðan úrskurð Perónuverndar kýs Tryggingastofnun að fara eftir 11 ára gömlum úrskurði.

Athygli Persónuverndar er vakin á þessu, enda samrýmist það vart almennu réttaröryggi, að stofnanir ríkisins geti valið þá úrskurði eða dóma sem henta þeim í hverju máli fyrir sig.“