Skip to main content
Frétt

Aðgengi að upplýsingum

By 2. apríl 2019No Comments
All­ir eiga sama rétt á upp­lýs­ing­um en fólk hef­ur mis­mun­andi for­send­ur til að meðtaka þær. Marg­ir búa við ein­hvers kon­ar skerðingu sem fela í sér að laga þarf upp­lýs­ing­ar og sam­skipta­máta að þeirra þörf­um. Stjórn­völd­um ber að tryggja það að fólk fái viðeig­andi aðstoð og þjón­ustu sem ger­ir því kleift að taka til sín og meðtaka upp­lýs­ing­ar.

Á mbl.is hafa undanfarið birst ítarlegar og vel unnar greinar um aðgengismálin. Hér á eftir fara útdrættir úr þeim.

Textun nýtist tugþúsundum

Textun inn­lends efn­is heyr­ir nán­ast til und­an­tekn­inga í ís­lensku sjón­varpi þrátt fyr­ir að hún myndi nýt­ast tugþúsund­um lands­manna. Hjört­ur Heiðar Jóns­son, formaður Heyrn­ar­hjálp­ar, seg­ir að það sé ótrú­lega oft sem fatlaðir gangi á vegg þegar kem­ur að hlut­um sem væri sára­ein­falt að laga.

Tækifæri sem læknar hafa ekki

„Google er þekkt­asti blindi ein­stak­ling­ur­inn í heim­in­um og hún lend­ir í sömu vand­ræðum og við hin sem erum blind eða sjónskert. Ef sta­f­rænt aðgengi er í lagi þá þarf eng­inn að vera blind­ur eða sjónskert­ur. Hér er tæki­færi sem lækn­ar hafa ekki,“ seg­ir Rósa María Hjörv­ar, aðgeng­is­full­trúi Blindra­fé­lags­ins.

Hún og Bald­ur Snær Sig­urðsson, tækni­ráðgjafi hjá Blindra­fé­lag­inu, segja þetta snú­ast um að fólk eigi jafn­an rétt að upp­lýs­ing­um. Ef það er skipt­ir sjónskerðing minna máli. Meðal ann­ars á vinnu­markaði. 

Stundum þarf frekari inngrip

Sjón­ar­hóll er ráðgjaf­armiðstöð fyr­ir for­eldra og aðstand­end­ur barna með sérþarf­ir. Á hverju ári leit­ar þangað fjöldi for­eldra þar sem börn þeirra eru ekki að fá þann stuðning í kerf­inu sem þau eiga rétt á lög­um sam­kvæmt. Stund­um næg­ir að benda skól­um og sveit­ar­fé­lög­um á að brotið sé á rétti barna en stund­um þarf frek­ari inn­grip.