Skip to main content
Frétt

Aðgengisátak ÖBÍ

By 18. janúar 2019No Comments

Öryrkjabandalag Íslands auglýsir eftir tveimur starfsmönnum í tímabundin hlutastörf við átaksverkefni á sviði aðgengismála á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Samanlagt er gert ráð fyrir 100% starfshlutfalli sem skiptist á milli starfsmanna eftir samkomulagi. Átaksverkefnið mun standa yfir í sex mánuði.

Aðgengi um almannarými og byggingar hefur batnað til muna undanfarin ár. Þó þarf að gera miklu betur. ÖBÍ hyggst taka út aðgengi víða í samfélaginu og leggja til úrbætur þar sem við á. Markmiðið er að vekja athygli stjórnvalda, stjórnsýslu og almennings á málaflokknum um mikilvægi aðgengis fyrir alla.

Úttektir verða gerðar á völdum byggingum ætluðum almenningi. Unnið er eftir hugmyndafræði algildrar hönnunar með notkun gátlista. Starfsmenn fá fræðslu og þjálfun áður en úttektir hefjast. Unnið er í nánu samstarfi við skrifstofu ÖBÍ, málefnahóp ÖBÍ um aðgengismál og starfsmann hans. Gert er ráð fyrir að annar starfsmaðurinn haldi utan um verkefnið, skrifi skýrslur og sjái um skjalavörslu en þeir fari saman í úttektir. Önnur verkefni taka mið af menntun, reynslu og áhuga.

 

Verkefni

 • Undirbúningur, skipulagning og utanumhald.
 • Úttektir á aðgengi.
 • Skráning á niðurstöðum.
 • Skýrslugerð.
 • Miðlun niðurstaðna og eftirfylgni.
 • Ljósmyndun, upptökur og miðlun efnis.

 Hæfniskröfur:

 • Framhaldsskólamenntun æskileg og/eða menntun á háskólastigi.
 • Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Góð íslenskukunnátta og ritfærni.
 • Tölvukunnátta og þekking á samfélagsmiðlum æskileg
 • Reynsla af aðgengishindrunum.
 • Góð samskipti og samstarfshæfileikar.

Fatlað fólk/fólk með skerðingar er sérstaklega hvatt til að sækja um.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir inga@hagvangur.is

 

Umsóknarfrestur til og með 4. febrúar 2019