Skip to main content
Frétt

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar vonbrigði fyrir öryrkja.

By 22. apríl 2020No Comments
Enn á ný hlutgerist sú staðreynd að fatlað og langveikt fólk er ekki til í huga stjórnvalda. Virðist þá ekki skipta neinu máli hvaða stjórnmálaflokkar  hafa verið við völd hverju sinni. Hvort sem er í kreppu eða góðæri undanfarinna áratuga, hafa stjórnmálamenn kosið að horfa framhjá fötluðu og langveiku fólki þegar gæðum er skipt.

Enginn hópur samfélagsins hefur upplifað jafn hart að eiga ekki tilkall til mannsæmandi lífs. Öryrkjum er gert að lifa í fátækt sem er útilokandi og niðurlægjandi og draga fram lífið á tekjum sem ekki duga til framfærslu. Það er því lykilatriði að örorkulífeyrir hækki. Aðeins þannig verður tryggt að öryrkjar og fjölskyldur þeirra geti lifað mannsæmandi lífi.

 

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, segir að í aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í gær sjást lítil merki þess að ríkisstjórnin muni eftir fötluðu og langveiku fólki. Þess vegna er hann vonbrigði, en þau vonbrigði koma okkur ekki á óvart, þar sem stjórnvöld virðast líta svo á að öryrkjar séu best gleymdir.

En við erum hér líka!