Skip to main content
FréttMálefni barna

Afhentu ráðherra skýrslu hugmyndafundar ungs fólks

Fulltrúar fatlaðra barna og ungmenna sem sóttu hugmyndafund á vegum ÖBÍ réttindasamtaka í haust afhentu í dag Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra skýrslu sem er afrakstur fundarins.
Áttu fulltrúarnir jafnframt greinargott og opinskátt samtal við ráðherra þar sem þau deildu reynslu sinni af skólakerfinu, tómstundum og samfélaginu öllu.
Í skýrslunni er fjallað um upplifun barna og ungmenna af öllum kimum íslensks samfélags. Svo sem af tómstundum, skólagöngu og heilbrigðiskerfinu. Þar er bæði að finna samantektir í hverjum flokki sem og ummæli um persónulega reynslu þátttakenda.