Skip to main content
Frétt

Afsláttur á Reykjavik Dance Festival.

By 13. nóvember 2019No Comments

Hér að neðan má finna fréttatilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar:

 

Reykjavík Dance Festival fer fram dagana 20. – 23. Nóvember næstkomandi. Dagskrána má finna hér: www.reykjavikdancefestival.is 

 

Í fjóra daga er dansinn okkar, borgin er okkar, með allar sínar raddir, líkama og samfélög. 

Í fjóra daga tökum við yfir borgina með dans og kóreógrafíu, verkum eftir innlenda og alþjóðlega listamenn. 

Í fjóra daga sköpum við danshátíð sem er byggð á von, ást og umhyggju. Sýningar, viðburðir, partý, hangs, umræður, fyrirlestrar og fleira.

 

Eins og áður segir fá félagsmenn aðildarfélaga ÖBÍ næstum helmings afslátt af sýningum hátíðarinnar. Athugið að afslátturinn er ekki í boði á sýningarnar Spills eða Fegurð í mannlegri sambúð. 

 

Það þýðir að miðar á  sýningar kosta 1.500 krónur í stað 2.900 króna. 

 

Hægt er að virkja afsláttinn með því að slá inn RDF2019fagfelag inn í miðasölukerfi tix.is

Ef fólk er með NPA aðstoðafólk fær viðkomandi aðstoðamanneskja frítt á viðburðina. Hringja þarf í tix.is í síma 5513800