Skip to main content
Frétt

Afsláttur af Reykjalundarnámskeiðum SÍBS

By 16. mars 2016No Comments
SÍBS hefur ákveðið að bjóða félagsmönnum í aðildarfélögu Öryrkjabandalagsins sama afslátt af Reykjalundarnámskeiðum SÍBS og félagsmönnum í SÍBS sem er 3.000 kr. á námskeið. 

Eftirfarandi námskeið fara af stað nú í apríl: 

  • HAM við þunglyndi og kvíða hefst mánudaginn 4. apríl. Farið yfir einkenni og kynntar leiðir til að takast á við þunglyndi og kvíða. 
  • Betra líf án tóbaks hefst mánudaginn 4. apríl. Fjallað um ávinning af því að segja skilið við tóbak, gerðar mælingar á fráblæstri og rætt um bjargráð við fráhvarfseinkennum. 
  • Núvitund – HAM eftirfylgd hefst þriðjudaginn 5. apríl. Fyrir þá sem hafa lokið HAM grunnnámskeiði en núvitund hefur gefið góða raun í að viðhalda bata.
  • Minni skipulag og tímastjórnun hefst miðvikudaginn 6. apríl. Hvernig má bæta tímastjórnun, minni og skipulag og læra aðferðir til að takast á við gleymsku í daglegu lífi.

Reykjalundarnámskeið SÍBS eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi. Námskeiðin eru kennd af okkar færustu sérfræðingum og þú getur treyst faglegu innihaldi þeirra.