Skip to main content
FréttHeilbrigðismálMálefni barna

Allt að 19 mánaða biðtími hjá Greiningar og ráðgjafastöð

By 14. febrúar 2022ágúst 31st, 2022No Comments
Umboðsmaður barna hefur tekið saman tölfræði um hve mörg börn bíða eftir þjónustu hjá hinum ýmsu opinberu aðilum, og hve lengi þau þurfa að bíða. Í árslok 2021 kallaði umboðsmaður eftir þessum upplýsingum. Embættið mun í framhaldinu kalla eftir slíkum upplýsingum með reglulegum hætti og birta á vefsíðu sinni til að gefa raunhæfa mynd af stöðunni hverju sinni.

Í raun er sláandi hve mörg börn eru að bíða eftir þjónustu, og hve lengi þau sum hafa beðið.

Þannig er lengstur biðtími eftir þjónustu hjá Greiningar og ráðgjafarstöð ríkisins. Þar er meðal biðtími yngstu barnanna 19 mánuðir og 226 börn á biðlista. Af þeim hafa 220 beðið lengur en 3 mánuði. Hjá eldri börnum er meðal biðtíminn 12 – 14 mánuðir, og 100 börn á biðlista, öll hafa þau þurft að bíða lengur en 3 mánuði.

Svipaða sögu er að segja af Þroska og hegðunarstöðinni, en meðal biðtími barna á aldrinum 6 til 18 ára eftir þjónustu þar eru 12 til 14 mánuðir. 738 börn eru að bíða þar eftir þjónustu, og af þeim hafa 544 beðið lengur en 3 mánuði. Aðeins er meðal biðtíminn styttri á Barna og unglinga geðdeild, BUGL, þar sem meðal biðtími eru rúmir 7 mánuðir á göngudeild A og B, en biðtími hjá transteyminu er rúmir 11 mánuðir. 77 börn eru á biðlista göngudeilda BUGL og af þeim hafa 59 beðið lengur en 3 mánuði.

Frétt umboðsmanns barna má lesa í heild sinni hér.