Skip to main content
AlþjóðadagurFrétt

Allt fjólublátt á alþjóðadegi fatlaðs fólks

By 5. desember 2022nóvember 22nd, 2023No Comments
Smáralind, stjórnarráðshúsið, Harpa og Perlan í fjólubláu ljósi.

ÖBÍ réttindasamtök vilja þakka þeim fjölmörgu sem sýndu lit á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember, og ýmist lýstu upp byggingar, klæddust fjólubláu eða birtu fjólubláar myndir á samfélagsmiðlum. Mikill fjöldi um land allt lagði baráttunni lið, allt frá Hörpu til Húnaþings.

Um leið og við þökkum fyrir góða þátttöku á laugardag hvetjum við öll til þess að sýna lit áfram. Sýnum því samstöðu að fatlað fólk njóti sjálfsagðra mannréttinda til jafns við önnur í samfélaginu. Þá mega sko jólin koma!