Skip to main content
Frétt

Allt í kerfi?

By 27. maí 2018No Comments

Nýtt kerfi greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustuþjónustu var tekið í notkun 1. maí 2017. Yfirlýst markmið var að lækka kostnað þeirra sem nota heilbrigðisþjónustu mest. Hámark var sett á kostnað lífeyrisþega og almennra notanda, auk þess sem sjúkra-, iðju- og talþjálfun var bætt inn í kerfið. Margt er þó enn óniðurgreitt, svo sem tannlækningar og sálfræðiþjónusta. 

Málefnahópur ÖBÍ um heilbrigðismál heldur málþing til að meta reynsluna af greiðsluþátttökukerfinu á ársafmæli þess og skoða framtíð þess. 

Hótel Grand, þriðjudaginn 29. maí, kl. 13-15. Hér má skrá sig á ráðstefnuna.

Dagskrá:

13:00 Málþingið sett. Emil Thóroddsen, formaður málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál 
13:10 Ávarp. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra
13:25 Betur má ef duga skal. Henný Hinz, aðalhagfræðingur ASÍ
13:50 Reynsla notanda. Óstaðfest 
14:00 Hlé
14:10 Jafn aðgangur að góðri heilbrigðisþjónustu. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
14:35 Reynsla notanda. 
14:45 Samantekt
15:00 Málþingi slitið.

Fundarstjóri: Vilhjálmur Hjálmarsson