Skip to main content
Frétt

Alþingi samþykkir 10 þúsund króna skatt- og skerðingalausa greiðslu

By 18. desember 2019No Comments

Alþingi samþykkti við afgreiðslu laga um breytingar á öðrum lögum í tengslum við fjárlög, að greiða skyldi nú í desember tíu þúsund króna eingreiðslu til þeirra örorku- og endurhæfingalífeyrisþega sem rétt eiga á desemberuppbót. Greiðsla þessi er til viðbótar við desemberuppbót þessa árs. 

Síðan segir í lögunum: „Eingreiðsla þessi skal ekki teljast til tekna greiðsluþega og ekki leiða til skerðingar annarra greiðslna. Tryggingastofnun ríkisins annast framkvæmd þessa ákvæðis.“

Þetta þýðir í raun að eingreiðsla þessi er bæði skattlaus, og mun ekki telja nein staðar til skerðinga á öðrum greiðslum.