Skip to main content
FréttKjaramál

Ályktun frá kjarahópi ÖBÍ

Merki ÖBÍ

Kjarahópur ÖBÍ réttindasamtaka mótmælir því harðlega að þeim sparnaði sem næst með frestun gildistöku nýs örorkulífeyriskerfis frá ársbyrjun 2025 til 1. september sama árs, eða 10,1 milljarði*, verði varið til að fjármagna aðra málaflokka og verkefni. Um er að ræða fjármagn sem ætlað var að bæta kjör fólks sem stendur fjárhagslega verst í samfélaginu.

Um 68% fatlaðs fólks geta ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en hjá fólki á vinnumarkaði og algjörlega ólíðandi.

Kjarahópur ÖBÍ krefst þess að umræddu fjármagni verði varið til að leiðrétta kjör fatlaðs fólks frá og með næstu áramótum og um leið hætti sparnaðaraðgerðum á kostnað fjárhagslega verst setta hóps samfélagsins. Það lifir enginn á 300 þúsund kr. á mánuði í íslensku samfélagi!

*Úr fjármálaáætlun 2025-2029