Skip to main content
Frétt

Ás 60 ára

By 23. mars 2018No Comments

Ás styrktarfélag var stofnað 23. mars 1958 og verður því 60 ára í dag. Félagið er sjálfseignarstofnun (non profit), foreldra- og aðstandendarekið og sinnir í dag umfangsmiklum rekstri í þjónustu við fatlað fólk.

Félagið hefur ætíð lagt áherslu á nærþjónustu og koma á fót þjónustu sem þörf er fyrir á hverjum tíma. Verkefni, þróun og annað frumkvöðlastarf er fjármagnað með sjálfsaflafé. Hefur félagið notið velvilja margra þar sem einstaklingar, félagasamtök og fyrirtæki hafa átt drjúgan þátt í að styðja það til vaxtar. Í dag er Ás styrktarfélag með þjónustusamninga við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og veitir hátt á þriðja hundrað manns þjónustu í formi búsetu, dagþjónustu, vinnu og virkni. Starfsmenn félagsins eru um 350 í ríflega 170 stöðugildum. 

Félagið á fulltrúa í stjórn Landsamtakanna Þroskahjálpar og er einnig aðili að Öryrkjabandalagi Íslands. Stjórn Áss styrktarfélags skipa foreldrar og aðstandendur fatlaðs fólks. Félagið er framsækið og sýnir það með margvíslegum hætti. 

Félagið verður með opið hús að Ögurhvarfi 6 í Kópavogi, kl. 14-17 í dag.