Skip to main content
Flóttafólk og innflytjendurFrétt

Áskorun vegna fyrirhugaðrar brottvísunar

ÖBÍ réttindasamtök og Landssamtökin Þroskahjálp sendu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra bréf fyrir helgi vegna fyrirhugaðrar brottvísunar Yazans M. K. Aburajabtamimi, ellefu ára gamals drengs með Duchenne vöðvarýrnunarsjúkdóminn.

Í bréfinu lýsti ÖBÍ skýrri andstöðu við brottvísunina og byggir sú afstaða meðal annars á þekkingu á einkennum sjúkdómsins og hve alvarlegur hann getur reynst börnum. Sömuleiðis á skýru mati lækna á þeirri hættu sem getur falist í flutningi Yazans úr landi og þörf fyrir sérhæfða aðstoð sem óljóst er hvort hann fái á Spáni.

Fyrirhuguð brottvísun fer gegn ákvæðum samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og voru ráðherrar minntir á það í bréfinu að stjórnvöldum beri rík skylda til að tryggja réttindi fatlaðs fólks.

ÖBÍ réttindasamtök og Þroskahjálp skora á ráðherra að láta málið sig varða og stuðla að því að fallið verði frá flutningi Yazans úr landi eða þá tryggja með fullnægjandi hætti öryggi hans eftir öðrum leiðum.