Skip to main content
Frétt

Bætt aðgengi á Menningarnótt

By 16. ágúst 2016No Comments

Nú er Menningarnótt í Reykjavík á næsta leiti, en hátíðin er haldin laugardaginn 20. ágúst. Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á að bæta aðgengi að hátíðarsvæðinu í ár frá því sem áður hefur verið. Að þessu sinni er boðið er upp á bílastæði fyrir hreyfihamlaða og aðgengilegum salernum fjölgað. Þá er leyfi veitt til að aka P-merktum bifreiðum inn á lokuð svæði með takmörkunum.

Bílastæði fyrir hreyfihamlaða

Bílastæði fyrir hreyfihamlað fólk eru staðsett á eftirfarandi stöðum

 •          Skúlagötu
 •          Við Tækniskólann
 •          Neðst á Túngötu (við hornið á Suðurgötu)

Þessi bílastæði eru eingöngu fyrir P merkta bíla og verða auglýst sem slík.Aðgengi inn á hátíðarsvæði

Miðborgin er lokuð allri bílaumferð nema fyrir þá sem hafa til þess leyfi, en þó með ákveðnum takmörkunum. Mannaðar lokanir eru á þó nokkrum stöðum en veita þeim bílum aðgengi sem eru með P-merki fyrir hreyfihamlaða.

Staðsetning mannaðra lokanna eru eftirfarandi:

 •          Sæbraut/Snorrabraut (nota ef nýta á bílastæði v/ Skúlagötu)
 •          Eiríksgata/Snorrabraut (nota ef nýta á bílastæði v/ Tækniskólann)
 •          Túngata/Garðastræti aðeins innakstur (nota ef nýta á bílastæði v/ Túngötu)
 •          Túngata/Ægisgata (nota ef nýta á bílastæði v/ Túngötu)
 •          Geirsgata/Ægisgata kl. 18-22. Fyrir P-merkta bíla sem eru að aka fólki í Listasafn Reykjavík, Hafnarhúsið í Hjólastóladiskó (ekki hægt að leggja).

 

Ferðaþjónusta fatlaðra

Tekin hafa verið frá 3 stæði í borginni fyrir ferðaþjónustuaðila og er Ferðaþjónustu fatlaðra er heimilt að nýta þau. Stæðin eru ekki ætluð til að leggja í heldur einungis til þess að taka á móti og skila af sér farþegum.

Stæðin eru á eftirfarandi stöðum.

 • Við Hallgrímskirkju
 • Við Túngötu (við Landakotskirkju)
 • Við Skúlagötu
 • Við BSÍ

Salernisaðstaða

Salerni fyrir hreyfihamlaða eru staðsett á eftirfarandi stöðum.

 • Á horni Bergþórugötu og Frakkastígs
 • Hverfisgötu 23 (við Lýðveldisgarð)
 • Í Hljómskálagarði
 • Í Ráðhúsinu – opið til kl. 18.00
 • Í Hörpu – opið til kl. 23.00
 • Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi – opið til kl. 23.00.
 • Listasafni Íslands – opið til kl. 22.00.
 • Sjóminjasafnið/Víkin – opið til kl. 22.00.

Dagskrá

Dagskrá Menningarnætur er aðgengileg á menningarnótt.is, þar eru viðburðir flokkaðir eftir hverfum miðborgarinnar svo auðvelt er fyrir alla að skipuleggja sig áður en lagt er af stað að heiman með tilliti til bílastæða og hvaða viðburðir vekja athygli.

Einnig verður dagskránni dreift með Morgunblaðinu fimmtudaginn 18. ágúst.