Skip to main content
Frétt

Betur má ef duga skal

By 2. júlí 2018No Comments

Vilhjálmur Árnason þingmaður suðurkjördæmis, spurði öll ráðuneyti Stjórnarráðsins eftirfarandi spurninga í góðu samráði við formann Sjálfsbjargar.

  1. Hvernig tryggir ráðherra fullnægjandi aðgengi fyrir fatlað fólk að manngerðu umhverfi í ráðuneytinu og stofnunum á málefnasviði ráðherra, sem og að upplýsingum og gögnum?
  2. Er í gildi stefna eða aðgerðaáætlun í ráðuneytinu og stofnunum á málefnasviði ráðherra um aðgengi fatlaðs fólks?

 

Svör eru nú farinn að berast.

Stjórnarráðið sjálft þar sem hluti forsætisráðuneytisins er til húsa er sæmilega aðgengilegt en í svari segir að; „  Stjórnarráðshúsið er einlyft og hlaðið steinhús með rishæð, reist á árunum 1761–1771. Húsið er alfriðað og er með hátt varðveislugildi. Aðkoma notenda hjólastóla að húsinu er frá bílastæði á baklóð um skábraut og er mögulegt að fara á jafnsléttu inn um bíslag á bakhlið hússins sem er í góðum tengslum við fundarherbergi ráðherra. Ef einstaklingur í hjólastól kemur inn um aðalinngang hússins eru settar færanlegar sliskjur fyrir hjólastóla á framtröppur.“ Í áformum og hönnunarskilmálum samkeppninnar [um viðbyggingu við Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg] birtist aðgerðaáætlun forsætisráðuneytisins á sviði aðgangs að manngerðu umhverfi til lengri tíma litið. Sama má segja um yfirstandandi skipulagssamkeppni og áform um uppbyggingu á Stjórnarráðsreitnum en þar verða einnig gerðar kröfur í samræmi við lög, reglugerðir og ályktun Alþingis um aðgengi fatlaðs fólks.“

Allar byggingar eru flestar aðgengilegar þó oft þurfi því miður að fara inn um bakdyr eða leita aðstoðar við inngöngu.

Athygli vekur svar við húsnæði forseta Íslands.

„Bessastaðir. Á fyrstu mánuðum þessa árs óskuðu forseti Íslands og forsætisráðherra í samráði eftir úttekt á ferlimálum fatlaðra á gestamóttökusvæði Bessastaða og þá sérstaklega eftir leiðum til að bæta aðgengi hjólastóla og þeirra sem eiga erfitt um gang. Niðurstöður lágu fyrir í apríl og verður aðgengi leyst með pallalyftu úti við tröppur við aðalinngang Bessastaðastofu og einnig inni í blómaskála með pallalyftu sem brúar hæðarmun milli skála og stofu. Þessar umbætur hafa verið settar í ferli og verður þeim lokið síðar í ár. Einnig hefur verið unnið að því að koma fyrir snyrtingu fyrir hreyfihamlaða og er snyrtingin í beinum tengslum við móttökusal. Framkvæmdum við snyrtinguna og næsta umhverfi lýkur innan tíðar.“

Ef hins vegar er litið til svars Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis kemur hins vegar í ljós að nokkrar stofnanir þess ráðuneytis eru ekki aðgengilegar.

Þær eru.

  • Byggðastofnun
  • Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Ekki er heldur merkt bílastæði fyrir fram Póst og fjarskiptastofnun.

Birtist fyrst á vef Sjálfsbjargar.