Skip to main content
AðgengiFréttKjaramál

Bifreiðastyrkir hækka

ÖBÍ réttindasamtök fagna því að félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi ákveðið að hækka bifreiðastyrki til hreyfihamlaðs fólks. ÖBÍ hefur lengi barist fyrir þessari hækkun og er því mikið gleðiefni að hún sé í höfn.

Hækkanirnar tóku gildi nú um áramótin en þær höfðu verið óbreyttar frá nóvember 2015. Uppbætur og styrkir vegna bílakaupa hafa ekki áhrif á fjárhæðir annarra greiðslna almannatrygginga.

Fjárhæð uppbótar vegna bifreiðakaupa er nú 500.000 kr. Fjárhæð uppbótar vegna kaupa á fyrstu bifreið er 1.000.000 kr. og styrkur til kaupa á bifreið fyrir þau sem eru verulega hreyfihömluð nemur eftir hækkunina 2.000.000 kr. Styrkur til kaupa á sérútbúinni bifreið hefur svo hækkað í 7.400.000 kr.

Ánægjulegt er að þessi hækkun sé loks í höfn eftir of langa bið. ÖBÍ réttindasamtök vilja benda á mikilvægi þess að upphæðirnar séu endurskoðaðar árlega og að hækkanir þurfi að taka mið af verðlagsbreytingum og vísitölu.