Skip to main content
Frétt

Bólusetningar fatlaðs fólks og starfsmanna NPA

By 9. apríl 2021No Comments
NPA miðstöðinni hafa borist nokkrar fyrirspurnir um bólusetningu aðstoðarfólks, eða NPA starfsmanna. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðsins mun kalla eftir listum yfir aðstoðarfólk hjá NPA miðstöðinni þegar nær dregur bólusetningu þess. Listar NPA miðstöðvar byggja að miklu leyti á síðustu launakeyrslum. Því vill starfsfólk NPA miðstöðvar hvetja NPA notendur til að tryggja að NPA miðstöðin hafi upplýsingar um allar mannabreytingar, þar til bólusetningum líkur.

Gott er að nafn viðkomandi, kt. og símanúmer fylgi með. Jafnframt væri gott að fá skilaboð þegar aðstoðarmanneskja hættir. Með því móti er hægt að koma að mestu í veg fyrir að það lendi einhverjir á milli skips og bryggju vegna þess að þeir hefja störf um svipað leyti og boðað er í bólusetningu. NPA miðstöðin mun minna á þetta þegar nær dregur fyrsta maí.

UM BÓLUSETNINGAR 
Samkvæmt upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er áætlað (með fyrirvara um breytingar) að bæði NPA aðstoðarfólk (forgangshópur 8) og fatlað fólk (forgangshópur 7) sem ekki hefur hlotið bólusetningu, verði bólusett í upphafi maí mánaðar. Það rímar nokkurnveginn við bólusetningardagatal landlæknisembættisins en samkvæmt því verður fatlað fólk flest bólusett í apríl/maí en NPA aðstoðarfólk bólusett í maí/júní.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins segist ekki vita nákvæmlega hvenær NPA aðstoðarfólk á höfuðborgarsvæðinu verður bólusett. Þeim finnst líklegt og vona að það verði í byrjun maí en það gæti breyst. Þessa dagana er einblínt á þá allra veikustu og eldra fólk sem fer verst út úr covid-19.

NPA aðstoðarfólk á Norðurlandi var hins vegar bólusett 4. mars síðastliðinn. Ekki er önnur skýring á þessu ósamræmi í tímasetningum en þá að það er erfitt að halda samræmi þegar bóluefni er af svona skornum skammti og skipting bóluefnaskammta milli landshluta endurspeglar ekki alltaf að fullu leyti hvar hver landshluti er staddur í því að fikra sig niður lista yfir forgangshópa. Sömuleiðis hefur það eflaust áhrif að framkvæmdaaðilinn er ekki sá sami á milli landshluta. Þannig voru NPA notendur á höfuðborgarsvæðinu bólusettir meira en mánuði á undan NPA notendum fyrir norðan og svo virðist sem aðstoðarfólk hérna fyrir sunnan muni þurfa að bíða u.þ.b. tveimur mánuðum lengur en aðstoðarfólkið fyrir norðan. 

Það hefur verið svolítið á reiki hvort NPA aðstoðarfólk sé í hópi 5 (annað heilbrigðisstarfsfólk) eða hópi 8 (starfsmenn félags- og velferðar¬þjónustu sem eru í beinum samskiptum við notendur, svo sem félagslegri heimaþjónustu). Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er NPA aðstoðarfólk líklega í hópi 8 frekar en 5 en heilsugæslan fylgir í öllu, tilmælum frá sóttvarnarsviði landlæknisembættisins um hverja skuli bólusetja næst hverju sinni.  

FATLAÐ FÓLK MEÐ BEINGREIÐSLUSAMNINGA OG STOÐÞJÓNUSTU
Fáir fatlaðir einstaklingar með beingreiðslusamninga og stoðþjónustu hafa verið bólusettir. Áherslum í bólusetningum var breytt um það leyti sem NPA notendur voru bólusettir og er það ein ástæða þess að annað fatlað fólk hefur flest ekki verið bólusett. Þessi hópur fólks ætti flest að vera í forgangshópi 7 (fólk með undirliggjandi langvinna sjúkdóma). Samkvæmt bólusetningardagatali verður sá hópur bólusettur í maí/júní en heilsugæslan vonast til þess að fatlað fólk verði flest hvert bólusett fyrri part maí. Forgangur 7 er þannig að þeir sem eru með þá sjúkdóma sem fara verst út úr covid eru boðaðir fyrstir og þeir sem eru frískastir síðast. Sóttvarnarsvið landlæknis ákveður þá forgangsröðun. Um leið og næst að klára bólusetningar á hópi 5 og 6 þá hefst bólusetning á fólki í hópi 7.

BIÐIN STYTTIST
Biðin eftir bólusetningu ætti bráðum að ljúka og fyrir fatlað fólk og aðstoðarfólk þess verður biðinni líklega lokið ekki seinna en að tveimur mánuðum liðnum og vonandi fyrr. Mörg okkar verða eflaust að reyna að grafa eftir síðustu þrautseigju dropunum sem í þeim búa, fram að því.

ANDLEGA HLIÐIN
Ef ástandið hefur haft áhrif á andlega heilsu, hvetjum við ykkur til að nýta ykkur þær hjálparleiðir sem í boði eru, t.d. eftirfarandi: