Skip to main content
Frétt

Borgin veitir afslátt af mannréttindum fatlaðs fólks

By 11. apríl 2019No Comments

Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins skrifar:

Inn­an Reykja­vík­ur­borg­ar er starf­andi nefnd sem fer með aðgeng­is­mál – aðgeng­is- og sam­ráðsnefnd í mál­efn­um fatlaðs fólks (áður ferl­inefnd fatlaðs fólks). Hlut­verk henn­ar er meðal ann­ars að fara með eft­ir­lit með aðgeng­is­mál­um í borg­ar­land­inu. Þá fer nefnd­in enn frem­ur með stefnu­mark­andi hlut­verk fyr­ir önn­ur fagráð borg­ar­inn­ar í tengsl­um við aðgeng­is­mál og mála­flokk fatlaðs fólks.

Eitt af fyrstu verk­efn­um mín­um í nefnd­inni var að óska eft­ir tölu­leg­um upp­lýs­ing­um um aðgeng­is­mál í borg­inni. Fyr­ir­spurn­in sneri að fjölda und­anþága fyr­ir aðgengi fatlaðra sem Reykja­vík­ur­borg hef­ur veitt vegna at­vinnu­hús­næðis í Reykja­vík á síðustu árum. Svör­in sem feng­ust gáfu til kynna að ekk­ert eft­ir­lit sé með veit­ingu und­anþága en í svar­inu stóð orðrétt: „Vegna alls þessa fjölda mála yrði það mjög tíma­frek vinna að fara í gegn­um öll skjöl og finna út úr því sér­stak­lega hvar gef­in hef­ur verið und­anþága, en er­indi og samþykkt­ir þar sem þannig hátt­ar eru ekki skráð sér­stak­lega í gagna­grunn embætt­is bygg­ing­ar­full­trúa.“

Aðgengi fatlaðra er sjálf­sögð mann­rétt­indi

Án tölu­legra upp­lýs­inga er ekki hægt að öðlast heild­ar­sýn á fjölda und­anþága sem veitt­ar eru. Á meðan ekki er haldið utan um fjölda und­anþágu­veit­inga vegna aðgeng­is­mála er staðan því óljós. Aðgengi fatlaðra er sjálf­sögð mann­rétt­indi en án eft­ir­lits er vel hægt að spyrja sig hvort verið sé að gefa af­slátt af mann­rétt­ind­um fatlaðs fólks.

Samn­ing­ur Sam­einuðu þjóðanna um rétt­indi fatlaðs fólks tók gildi á Íslandi í sept­em­ber 2016. Þar er kveðið á um aðgeng­is­mál og seg­ir meðal ann­ars í 9. grein samn­ings­ins að gera þurfi „…viðeig­andi ráðstaf­an­ir í því skyni að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálf­stæðu lífi og taka full­an þátt í mann­líf­inu á öll­um sviðum, þ.e. ráðstaf­an­ir sem miða að því að tryggja fötluðu fólki aðgang, til jafns við aðra, að hinu efn­is­lega um­hverfi“.

Sveit­ar­fé­lög­in fara með skipu­lags­valdið í land­inu. Þannig eru aðgeng­is­mál – í lang­flest­um til­vik­um – á ábyrgð þeirra. Mik­il­vægt er að halda vel utan um alla mála­flokka sem tengj­ast rétt­inda­bar­áttu fatlaðs fólks.

Það er með öllu ólíðandi að ekki sé haldið utan um þessi gögn hjá borg­inni. Verði haldið utan um fjölda und­anþága fæst betri yf­ir­sýn yfir þau húsa­kynni sem eru óaðgengi­leg fyr­ir hreyfi­hamlaða. Í kjöl­farið er mjög áríðandi að setja fram mæl­an­leg mark­mið sem færa okk­ur nær því að þróa Reykja­vík­ur­borg í átt til betri veg­ar í aðgeng­is­mál­um.

Við get­um gert bet­ur. Ég mun leggja fram til­lög­ur til úr­bóta að þessu verklagi á vett­vangi fyrr­nefndr­ar aðgeng­is- og sam­ráðsnefnd­ar Reykja­vík­ur­borg­ar. Trúi ég því að meiri­hlut­inn í borg­inni taki vel í þær, enda á aðgengi fatlaðra að vera sjálfsagt mál í nú­tíma­sam­fé­lagi.

Þá mun ég fara fram á að þess­ari ein­földu fyr­ir­spurn verði svarað – því nauðsyn­legt er að hafa vitn­eskju um hvar sé verið að veita und­anþágu.

 

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. apríl 2019