Skip to main content
FréttTR

Breytingar hjá TR, forstjórinn hættir

By 1. febrúar 2022ágúst 31st, 2022No Comments
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri TR, hefur óskað eftir að láta af störfum, og mun hætta 6. febrúar. Sigríður hefur verið forstjóri TR í 14 ár. Félagsmálaráðherra hefur farið þess á leit við Sigrúnu Jónsdóttur, sem verið hefur staðgengill forstjóra, að hún gegni starfi forstjóra þar til nýr hefur verið skipaður.

Sigrún hefur starfað hjá TR frá því í apríl 2019 en áður var hún kennslustjóri Háskólans á Bifröst í fjögur ár. Hún hefur víðtæka reynslu og þekkingu af störfum á vettvangi velferðarmála en sem dæmi var hún fulltrúi í nefnd sem vann fyrstu áætlun stjórnvalda gegn ofbeldi á heimilum og kynbundnu ofbeldi, sem var birt árið 2006, og var á árunum 1991-1995 varamaður og síðar aðalfulltrúi í tryggingaráði. Sigrún hefur meistarapróf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands.

Starf forstjóra TR verður auglýst á næstu dögum.

Öryrkjabandalag Íslands þakkar Sigríði Lillý samstarfið á liðnum árum.