Skip to main content
Frétt

CCU samtökin: fjólublár maí

By 13. maí 2019No Comments
CCU samtökin eru aðildarfélag að EFCCA sem eru Evrópsk regnhlífarsamtök fjölmargra Crohn´s og Colitis Ulcerosa samtaka víðsvegar um heiminn. www.efcca.org. Öll þessi félög og fleiri til taka þátt í að vekja athygli á sjúkdómunum og 19. maí er alþjóðlegur IBD dagur. 

Þátttaka CCU samtakanna á Íslandi felst í vitundarvakningarherferð undir slagorðinu „Þú sérð það ekki utan á mér“  Frá 1. til 19 . maí birtast póstar á fésbókinni og instagram með setningum sem koma frá félagsmönnum CCU.  Þær lýsa á einn eða annan hátt þeim veruleika eða aðstæðum sem sumir búa við eða hafa lent í.  Allir vita að sjúkdómarnir eru mjög einstaklingsbundnir og þess vegna eru setningarnar alls ekki lýsandi fyrir alla, en þær lýsa engu að síður aðstæðum sem margir glíma við.