Skip to main content
Frétt

Er einhver hindrun í þínu daglega lífi?

By 26. janúar 2016No Comments
Frumbjörg – frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar kallar eftir upplýsingum og skýringum á margvíslegum hindrunum sem fatlaðir og/eða langveikir einstaklingar eru að upplifa (horfast í augu við) dags daglega í sínu lífi.

Hverjar eru hindranir sem fatlað fólk og/eða langveikt upplifir í sínu daglega lífi?

Frumbjörg vill útbúa lista yfir viðfangsefni sem frumkvöðlar (fatlaðir sem ófatlaðir) geta tekist á við og leitað lausna á.
Hindranir sem einstaklingar upplifa í lífi geta verið fjölmargar og breytilegar. Þegar eru komnar fjölmargar lausnir við ýmsum hindrunum (viðfangsefnum) sem gerir líf okkar bærilegra, en ennþá eru fjölmargar hindranir þar sem bæta má þær lausnir sem þegar eru til staðar eða að finna launir við viðfangsefnum þar sem engar þekktar lausnir eru framkomnar.

Frumbjörg stefnir síðan að því að setja listann á vefsíðu sína sem hvatningu til frumkvöðla að máta sig við einhver verkefnanna og finna lausn sem létta undir daglegu lífi fatlaðs og/eða langveiks fólks og gerir þeim betur kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Endilega deilið með okkur viðfangsefnum sem bæta mætti við þennan lista. Með þarf að koma stutt skýring á viðfangsefninu svo frumkvöðlar átti sig vel á verkefninu sem finna þarf lausn á.

Hugmyndir óskast

Hugmyndir að viðfangsefnum er hægt að senda til Guðbjargar Kristínar Eiríksdóttur á póstfangið gudbjorg@sjalfsbjorg.is eða til Brands Bjarnasonar Karlssonar á brandur82@gmail.com

Sjá frétt í Viðskiptablaðinu um Frumbjörg og söfnun á Karolina Fund.