Skip to main content
Frétt

Eingreiðslan: „Við hljótum að skoða í meðförum þingsins“

By 16. desember 2021No Comments
Þingfundur hófst í dag, 16. desember, á óundirbúnum fyrirspurnum, þar sem nokkrir þingmenn beindu spurningum að félagsmálaráðherra. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinna, flutti á þingi að kvöldi 15. desember, breytingatillögu við fjáraukalög ársins 2020, sem mælti fyrir um 53 þúsund króna eingreiðslu, skattfrjálsa, sem þar með ylli ekki ruðningsáhrfum skerðinga um allt kerfið.

Fyrst tók til máls Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og spurði Guðmund Inga Guðbrandsson út í þessa eingreiðslu og hver afstaða hans væri. Félagsmálaráðherra svaraði því til að þó að enn væri óunnin sú vinna að breyta almannatryggingakerfinu, væri enn heimsfaraldur og að við hljótum öll að vilja að við öll getum átt gleðileg jól. Þetta hlyti að verða skoðað í meðförum þingsins.

Guðmundir Ingi Kristinsson, spurði svo nafna sinn Guðbrandsson út í sama mál, og hvort það stæði til af hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja fram samskonar tillögu.

Félagsmálaráðherra ítrekaði í svari sínu nauðsyn þess að breyta kerfi almannatrygginga á þann hátt að það verði einfaldara, skiljanlegra og sanngjarnara. Það væri risavaxið verkefni, og hann væri farinn að funda með hagaðilum um næstu skref. Ráðherra sagðist vonast til að sú vinna færi af stað strax upp úr áramótum.

En ráðherra sagði svo að það væri sanngjarnt að horfa til þess að vegna þess að ekki er búið að bæta kerfið, geti eingreiðsla eins og liggur fyrir þinginu, komið til, og ítrekaði að „við munum að sjálfsögðu skoða í meðförum þingsins“

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, átti einmitt fund með ráðherra að morgni 16. desember, þar sem endurskoðun tryggingakerfisins var til umræðu, og ekki síst sú eingreiðsla sem hávært ákall er um að komi til.

Ráðherra lauk máli sínu í svari til Guðmundar Inga á þann hátt að þeir væru sammála um að hér þarf að bæta kjör þeirra verst settu í samfélaginu og hann væri sannfærður um að geta átt gott samtal og samstarf um það við fyrirspyrjanda, fátækt væri meinsemd í þjóðfélagi okkar og við ættum ekki líða hana. Það væri verkefnið framundan.