Skip to main content
FréttKosningar

„Ekkert um okkur án okkar,“ var krafan á fundi EDF

By 25. maí 2023apríl 18th, 2024No Comments

600 fulltrúar fatlaðs fólks frá öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins mættust í sal Evrópuþingsins í Brussel í vikunni á fimmta Evrópuþingi fatlaðs fólks til að ræða réttindi fatlaðra innan Evrópusambandsins. Samþykkt var stefna EDF, Evrópusamtaka fatlaðs fólks, um framkvæmd Evrópuþingkosninganna 2024.

Í hinni samþykktu stefnu segir að EDF krefjist þess að fá fullt aðgengi að hinu pólitíska ferli. Brýnt sé að fatlað fólk fái að kjósa í álfunni, sem er ekki alls staðar veruleikinn, fái að bjóða sig fram og að kosningar séu aðgengilegar öllum.

Þess er einnig krafist að ráðist sé í úrbætur á réttindum fatlaðs fólks innan ESB á næsta kjörtímabili Evrópuþingsins. Til dæmis með samræmdri skráningu, aukinni réttindagæslu og stofnun nýrrar evrópskrar aðgengisstofnunnar.

„Fatlað fólk vill vera fullgildir Evrópusambandsborgarar. Þessi fundur og þátttaka fólksins sem hér er sýnir það vel. Vilji hreyfingarinnar er skýr. ESB-stofnanir þurfa að tryggja aðgengi okkar að hinu lýðræðislega ferli og að stefnumótun sambandsins,“ hefur EDF eftir forseta sínum, Yannis Vardakastanis.