Skip to main content
Frétt

Enn þrengt að lífeyrisþegum

By 1. mars 2016No Comments

Ellen Calmon formaður ÖBÍEllen Calmon formaður ÖBÍ sagði í sjónvarpsfréttum RÚV í gærkvöldi mjög mikilvægt að fólk fái lífeyrinn sinn útgreiddan frá lífeyrissjóðum óháð lífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun. Nýlega hafa einhverjir lífeyrissjóðir breytt framkvæmdum við greiðslur til örorkulífeyrisþega sem eru með börn á framfæri og skerða greiðslur til þeirra sem samsvara þeim barnalífeyri sem þeir fá frá TR. Því er verið að þrengja enn frekar að lífeyrisþegum sem eru með börn á framfæri og er mikilvægt að þessum skerðingum verði hætt sem allra fyrst.

Hér má sjá fréttina á RÚV, Ellen byrjar á mín 04:48