Skip to main content
AðgengiFréttUngÖBÍ

Fjólublátt ljós við barinn í fyrsta sinn – opnað fyrir tilnefningar

By 5. febrúar 2024mars 6th, 2024No Comments
Merki ungÖBÍ

Fjólublátt ljós við barinn, aðgengishvatning UngÖBÍ, verður veitt í fyrsta skipti í ár, 2024. Fjólubláa ljósið er veitt þeim sem hafa stuðlað að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi.

Ljósið verður afhent í mars. Markmiðið með viðurkenningunni er að hvetja fólk og fyrirtæki á Íslandi til að hafa aðgengismál í forgangi og stuðla að samfélagi fyrir alla.

Við hvetjum öll til að senda inn tilnefningar hér að neðan:

Tilnefning til fjólublás ljóss við barinn – eyðublað