Skip to main content
FréttViðtal

Fólkið í ÖBÍ: Ágústa Dröfn Guðmundsdóttir

ÖBÍ réttindasamtök munu á næstunni birta viðtöl við fólk innan bandalagsins, bæði með léttum, persónulegum spurningum en einnig um málefni fatlaðs fólks. Þetta viðtal er við Ágústu Dröfn Guðmundsdóttur, þjónustufulltrúa á skrifstofu ÖBÍ réttindasamtaka.

Hvers vegna starfar þú í réttindabaráttu fatlaðs fólks?
Mér finnst réttindi skipta miklu máli, sem og að vinna við réttindabaráttu.

Hvernig kom til að þú fórst að starfa í réttindabaráttu?
Ég missti fyrri atvinnu og bróðir minn ýtti við mér að sækja um hjá ÖBÍ. Ég sé ekki eftir því.

Hvaða þrjú mál er mikilvægast að bæta í málaflokki fatlaðs fólks á Íslandi?
Hætta öllum skerðingum. Hækka lífeyri og bæta húsnæðismálin á allan handa máta. Semsagt bæta lífkjörin!

Ef þú værir forsætisráðherra í einn dag, hvað myndirðu vilja gera?
Koma í gegn þremur mikilvægustu málunum mínum og vekja þá sem sofa á þingi.

Hvert er þitt helsta áhugamál?
Börnin mín, dýrin mín og heimilið mitt.

Hvað er uppáhalds lagið þitt?
Midnight Blue

Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert?
Var að opna flösku með tappatogara , handfangið brotnaði af. Skrúfaði annann beint ofan í hinn skrúfganginn.

Hefur þú átt gæludýr?
Já allavega 10.