Skip to main content
FréttViðtal

Fólkið í ÖBÍ: María Pétursdóttir

ÖBÍ réttindasamtök munu á næstunni birta viðtöl við fólk innan bandalagsins, bæði með léttum, persónulegum spurningum en einnig um málefni fatlaðs fólks. Þetta viðtal er við Maríu Pétursdóttur, formann húsnæðismálahóps ÖBÍ.

Hvers vegna starfar þú í réttindabaráttu fatlaðs fólks?

Fötlun er hluti af lífi mínu og margra sem ég þekki svo mér finnst mikilvægt að leggja málinu lið.

Fyrir hverju brennur þú?

Ég brenn fyrir réttlátu samfélagi þar sem allir geta lifað með reisn.

Hver eru áherslumálin hjá málefnahópnum þínum?

Áherslumálin hjá mínum málefnahóp eru húsnæðismál.

Hvert er þitt uppáhalds áhugamál?

Uppáhalds áhugamálið mitt er að búa til eitthvað nýtt úr notuðu.

Hvað er uppáhalds lagið þitt? 

Uppáhalds lagið mitt er Disco Partizani með Shantel

Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert?

Skrýtnasta sem ég hef gert er að synda í Reykjavíkurtjörn sem einn af Dvergunum sjö á 17. júní.

Hefur þú átt gæludýr? 

Ég á tvo hunda og kött og hef átt fleiri ásamt hænum, páfagaukum og kanínum.

Hver er síðasta bókin sem þú last?

Síðasta bókin sem ég las heitir Venjulegar konur: Vændi á Íslandi e. Brynhildi Björnsdóttur.