Skip to main content
FréttViðtal

Fólkið í ÖBÍ: Vilborg Jónsdóttir

Vilborg Jónsdóttir situr í atvinnu- og menntahópi ÖBÍ réttindasamtaka. Hún er viðmælandi dagsins í viðtalsröðinni Fólkið í ÖBÍ, þar sem tekin eru viðtöl við fólk innan bandalagsins með bæði léttum spurningum og spurningum sem varða málefni fatlaðs fólks.

Hvers vegna starfar þú í réttindabaráttu fatlaðs fólks?
Ég er með Parkinsonsjúkdóminn, eftir að ég greindist fór ég að vinna með Parkinsonsamtökunum og fannst ég geta gert aðeins meira þar sem réttindi eru mér ofarlega í huga.

Hvernig kom til að þú fórst að starfa í réttindabaráttu?
Parkinsonsamtökin auglýstu eftir fólki sem hefðu áhuga á að starfa í málefnahópum og ég bauð mig fram í málefna atvinnu- og menntahópinn sem fulltrúi Parkinsonsamtakanna.

 

Hvaða þrjú mál er mikilvægast að bæta í málaflokki fatlaðs fólks á Íslandi?
Kjaramál, atvinnu- og menntamál og húsnæðismál.
Ef þú værir forsætisráðherra í einn dag, hvað myndirðu vilja gera?
Einn dagur myndi nú duga stutt, en ég myndi byrja á að laga þessa þrjá flokka sem ég nefndi í fyrri spurningu.
Hvert er þitt helsta áhugamál?
Borðtennis. Ég spila borðtennis tvisvar í viku til að bæta jafnvægi og snerpu.
Hvað er uppáhalds lagið þitt?
The Chain með Fleetwood Mac

Hvað er það skrýtnasta sem þú manst eftir að hafa gert?
Ég söng einu sinni einsöng á skemmtun þar sem voru 300 manns, geri það aldrei aftur!!!