Skip to main content
Frétt

Forsetakosningar 2020, upplýsingar

By 26. júní 2020apríl 18th, 2024No Comments
Forsetakosningar verða laugardaginn 27. júní. Á vefnum kosning.is er að finna allar helstu upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Þar er m.a. að finna lista yfir kjörstaði, sem eiga að vera fyllilega aðgengilegir fötluðu fólki. Ef þú upplifir að aðgengi að þínum kjörstað er ekki nægilegt viljum við hjá ÖBÍ endilega heyra af því.

Íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að tryggja fötluðu fólki stjórnmálaleg réttindi og tækifæri til þess að njóta þeirra til jafns við aðra, þ.e. að fatlað fólk geti tekið virkan og fullan þátt í stjórnmálum og fái notið réttar og tækifæra til þess að kjósa og vera kosið.

Réttindagæslan verður á vaktinni á laugardaginn til að tryggja það að kosningarétturinn sé virtur og að fatlað fólk sem vill aðstoð til að kjósa, en á erfitt með að tjá kjörstjórn það með samskiptaleiðum sem hún skilur og er takmörkuð við, getið notið fylgdar og aðstoðar þess einstaklings sem það vill inn í kjörklefann.

Þurfi fólk aðstoð eða upplýsingar, telji það á sér brotið eða hindrað til að kjósa óþvingað og leynilega, er upplýsinga um réttindagæsluna m.a. að finna hér –