Skip to main content
Frétt

Frábær dagskrá á 40 ára afmæli Geðhjálpar

By 20. september 2019No Comments
Geðhjálp fagnar 40 árum og ætlar því að halda geggjaða menningarhátíð með sjúklega skemmtilegum atriðum með geðveikt flottu listafólki – frítt inn fyrir alla.

Klikkuð menning hófst þann 19. september í hátíðasal Háskóla Íslands. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson hélt ávarp í tilefni af 40 ára afmæli Geðhjálpar. Ásamt honum ávörpuðu gesti einnig Svanur Kristjánsson, Elísabet Jökulsdóttir og formaður Geðhjálpar, Einar Þór Jónsson. Ólöf Arnalds tónlistarkona flutti gestum nokkur lög við góðar undirtektir.

Klikkuð menning verður svo um alla miðborgina um helgina og mun liðast niður Hverfisgötuna, alla leið niður að Hafnarhúsi og dreifa tónlist, myndlist, uppistandi, fyrirlestrum, bókmenntum, bíói, tjáningu og enda svo á tjúlluðum tónleikum.

Dagskrá hátíðarinnar má finna hér á klikkud.is sem og á Facebook.

Ekki hika við að líta við og njóta og fagna fjölbreyttri geðheilsu okkar.