Skip to main content
Frétt

Frábært afrek Hilmars

By 17. janúar 2019No Comments

Hilmar Snær Örvarsson varð í gær fyrstur Íslendinga til þess að vinna sigur á heimsbikarmótaröð IPC í alpagreinum! Hilmar er staddur í Zagreb þar sem heimsbikarmótið í svigi fer fram. Hilmar var annar eftir fyrri ferðina í gær en glæsileg frammistaða í seinni ferð dagsins skilaði honum sigri!

 

Hlmar á palliMótið var í beinni útsendingu hjá Alþjóða Ólympíuhreyfingu fatlaðra (IPC) og hér á 42. mínútu má sjá síðari keppnisferð Hilmars í dag. Hann tók við gullverðlaununum í gær. En það er ekkert frí því annars keppnisdagur Hilmars er í dag og enn verður keppt í svigi.

Sannarlega glæsilegur árangur og þegar ifsport.is ræddi við Þórð Georg Hjörleifsson þjálfara Hilmars kvaðst hann hæstánægður með árangurinn. Þórður sagði brautina hafa verið örlítið breytta á milli fyrstu og annarar ferðar og að beygjurnar hafi verið fleiri sem væri ein helsta skýringin á að skíðamennirnir voru ekki að bæta tíma sína úr fyrri ferð (það átti almennt við um alla keppendur).

Til hamingju Hilmar, Þórður og skíðadeild Víkings!

Hilmar Snær á pallinum með gullverðlaunin.

Mynd: ifsport