Skip to main content
Frétt

Frestur til tilnefninga Hvatningarverðlauna ÖBÍ framlengdur

By 17. september 2019No Comments

Undirbúningsnefnd Hvatningarverðlauna ÖBÍ hefur ákveðið að framlengja frest til tilnefninga til Hvatningarverðlauna ÖBÍ til 29. september n.k.

Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands eru veitt ár hvert á alþjóðadegi fatlaðs fólks, 3. desember. Markmiðið með verðlaununum er að efla frumkvæði til nýrra verkefna og hugmyndavinnu og skapa jákvæða ímynd fyrir fatlað fólk.  Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, er verndari verðlaunanna.