
Samningur var undirritaður í maí 2020 við Landsbókasafn – Háskólabókasafn um varðveislu og miðlun tímarits bandalagsins frá upphafi útgáfunnar. Öll tölublöðin, sem spanna 30 ára tímabil, voru skönnuð og skráð sumarið 2020. Þar með eru öll útgefin Fréttabréf Öryrkjabandalagsins (1988- 2001) og Tímarit ÖBÍ (2002-2018) orðin aðgengileg á timarit.is og samskrá íslenskra bókasafna.
