Skip to main content
Frétt

Fundir um sjálfbærni um allt land

Stjórnarráðshúsið.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stendur nú fyrir fundaferð um land allt þar sem til umræðu er sjálfbær þróun á Íslandi. Fyrsti fundurinn var haldinn í Hofi á Akureyri í gær en fjallað er um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara.

Afar mikilvægt er að raddir fatlaðs fólks á Íslandi fái að heyrast á þessum fundum. ÖBÍ réttindasamtök hvetja því öll þau sem búa við fötlun, hvort sem vegna slysa, veikinda, frá fæðingu eða annað, að mæta og taka þátt.

Hér má sjá lista yfir fundina og staðsetningar:
18. apríl kl. 16:00 – Salurinn í Kópavogi
24. apríl kl. 16:00 – Hjálmaklettur í Borgarnesi
25. apríl kl. 16:00 Hótel Selfoss á Selfossi
26. apríl kl. 10:00 Vöruhúsið í Höfn Hornafirði
26. apríl kl. 16:00 Hótel Hérað á Egilsstöðum
27. apríl kl. 12:00 Edinborgarhúsið í Ísafjarðarbæ
4. maí kl. 14:00 Fjarfundur fyrir allt landið í beinu streymi