Skip to main content
Frétt

Opinn fundur kjarahóps ÖBÍ

By 2. apríl 2016janúar 2nd, 2023No Comments

Kjarahópur ÖBÍ var með opinn fund um kjör og ímynd öryrkja í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Fundurinn var mjög vel sóttur og mikill hugur í fundarmönnum. Fimm erindi voru haldin og líflegar umræður sköpuðust í lok fundar.

Í erindi sínu var Eiríkur Smith með harða gagnrýni á Skýrslu Ríkisendurskoðunar um eftirlit Tryggingastofnunar með bótasvikum, en skýrslan er hvorki ítarleg né vönduð. Hún hefur verið notuð gagnrýnislaust sem áreiðanleg áætlun um þann kostnað sem þjóðarbúið verður af vegna meintra bótasvika lífeyrisþega, enda sett fram af sjálfstæðri eftirlitsstofnun Alþingis, sem alla jafna nýtur talsverðs trausts í samfélaginu.

Skýrslan byggir eingöngu á danskri skýrslu hugbúnaðarfyrirtækisins KMD, sem hefur verið opinberlega gagnrýnd af norrænu fræðifólki, en skýrslan gefur ýkta og óréttláta mynd af „bótasvikum“ enda ekki aðgreint á milli „bótasvika“ og mistaka.

Eiríkur Smith heldur erindiMaría Óskarsdóttir fjallaði m.a. um gagnrýni ÖBÍ á frumvarp til laga um húsnæðisbætur og sýndi dæmi um hversu hátt hlutfall tekna lífeyrisþega fara í greiðslu húsnæðiskostnað, hvort heldur fólk býr í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði.

Guðmundir Ingi Kristinsson fór yfir skattlagningu og skerðingu lífeyrissjóðstekna, en sökum samspils á milli örorkulífeyrisgreiðslna frá lífeyrissjóðum og TR, þ.e. báðir aðilar skerða tekna hinum megin frá, er mjög lítill ávinningur af lífeyririssjóðsréttindum.

Dóra Ingvadóttir fór yfir kjaragliðnun síðustu ára og loforð stjórnarflokkanna fyrir síðustu alþingiskosningar og spurði hvort ekki væri sæmandi fyrir stjórnmálamenn að efna kosningarloforðin áður en kjörtímabilið rennur út.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherraVið þökkum öllum þeim sem mættu á fundinn fyrir þátttökuna.