Skip to main content
Frétt

Geðhjálp fjölgar viðtalstímum ráðgjafa

By 20. mars 2020No Comments
Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem komin er upp í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins hefur Geðhjálp tekið ákvörðun um að fjölga tímum ráðgjafa samtakanna. Einnig hefur verið tekið upp nýtt samskiptaforrit sem gerir fólki kleift að fá ráðgjöf í gegnum netið.

Boðið verður upp á ráðgjöf alla virka daga frá kl. 9 til 15 utan föstudaga, en þá lokar skrifstofa samtakanna kl. 12. Tímapantanir fara fram með því að senda tölvupóst á helga@gedhjalp.is eða hringja í síma 570-1700. Eins og áður sagði fer ráðgjöfin fram í gegnum netið, í síma eða með því koma í viðtal á skrifstofu samtakanna í Borgartúni 30.

Við hvetjum fólk til að hlúa vel að sér á þessum tímum samkomubanns og einangrunar. Oft getur það að tala við einhvern annan skipt sköpum við andlega velferð einstaklinga. Við erum öll með geð og það er okkar að fara vel með það.