Skip to main content
Frétt

Góður gangur í starfsemi Brynju

Hluti stjórnar Brynju á aðalfundi félagsins auk framkvæmdastjóra

Aðalfundur Brynju leigufélags var haldinn í vikunni og sóttu fulltrúaráð félagsins og stærstur hluti starfsmanna fundinn. Rekstur félagsins er traustur og efnahagurinn sterkur.

Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju, segir fundinn hafa verið góðan. Starfsmennirnir séu frábærir og fulltrúaráðið standi vel við bakið á félaginu.

„Það er góður gangur í starfseminni á þessu ári, við erum búin að gera 74 nýja leigusamninga á fimm fyrstu mánuðum þessa árs í samanburði við 52 nýja samning allt árið í fyrra. Við gerum ráð fyrir að bæta við um 90 nýjum íbúðum í reksturinn á þessu ári og auk þess er til viðbótar alltaf ákveðin endurnýjun á eldri íbúðum,“ segir Guðbrandur.

Hlutverk Brynju leigufélags er að eiga og reka íbúðir fyrir öryrkja. Tilgangi sínum nær sjóðurinn með því að kaupa og byggja leiguíbúðir.