Skip to main content
Frétt

Græðandi raddir (Healing Voices)

By 28. apríl 2016No Comments

Heimsfrumsýning heimildarkvikmyndarinnar Græðandi raddir (Healing Voices) föstudaginn 29. apríl kl. 16.00. Kvikmyndasýningin fer fram í húsakynnum Geðhjálpar við Borgartún 30 og er öllum opin og ókeypis. Í kvikmyndinni segja þrír notendur geðheilbrigðisþjónustunnar í Bandaríkjunum frá veikindum sínum, reynslu af geðheilbrigðiskerfinu og jafningjastuðningi í nokkrum viðtölum á fimm ára tímabili. Sérfræðingar á borð við Robert Whitaker, dr. Bruce Levine, Will Hall og Marius Romme fjalla um sögu geðheilbrigðisþjónustu, mannréttindabrot og miskunnarleysi gagnvart notendum í gegnum tíðina. Frekari upplýsingar um kvikmyndina má finna á http://healingvoicesmovie.com/