Skip to main content
Frétt

Andlát: Guðný Linda Óladóttir

By 27. apríl 2018No Comments

Guðný Linda Óladóttir, formaður Samtaka lungnasjúklinga lést 17. apríl síðast liðinn, eftir stutt en erfið veikindi.

Guðný Linda var formaður Samtaka lungnasjúklinga frá árinu 2016. Hún var ötul í baráttunni fyrir réttindum sjúklinga. Hún var sjálf lungnaþegi og barðist meðal annars fyrir réttindum súrefnisháðra með ýmsu móti.

Samtök lungnasjúklinga gengu í Öryrkjabandalag Íslands árið 2015. Áður höfðu þau átt óbeina aðild að bandalaginu sem eitt af aðildarfélögum SÍBS.

Guðný var áhugasöm um starfsemi Öryrkjabandalagsins og taldi sterkt tengslanet vera mikilvægt í baráttunni fyrir bætt kjör öryrkja og langveiks fólks. Guðný var kosin í laganefnd Öryrkjabandalagsins á aðalfundi 2017. Eru henni þökkuð góð störf í nefndinni.

Öryrkjabandalag Íslands þakkar Guðnýju fyrir sitt framlag í þágu fatlaðs fólks, öryrkja og langveikra og vottar aðstandendum hennar, vinum og vandamönnum innilegar samúðarkveðjur.

Útför Guðnýjar Lindu fer fram frá Neskirkju í dag, föstudaginn 27. apríl, kl. 13.

Blóm og kransar eru afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Samtök lungnasjúklinga.